Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Litið um öxl

Litið um öxl

Sýsifos fór í loftið í maí 2016. Síðan þá hef ég skrifað 23 greinar og 7 ritdóma, auk þess sem ég hef lesið upp einn stakan kapítula úr bókinni Vopnin kvödd eftir Hemingway. Upplesturinn var reyndar settur á ís vegna þess að mig langar að versla mér góðar græjur í upptökuna áður en ég held áfram, en skrifin halda áfram óháð því. Vegna þess að árið var að klárast datt mér í hug að skrifa stutta yfirlitsgrein um bestu greinarnar mínar á því liðna.

Greinar

Ég átti nokkrar góðar greinar í ár. Þessar stóðu þó upp úr, í afturvirkri tímaröð. Sú fyrsta, vegna þess hve löng hún var og hversu flókið það var að hugsa um hana; önnur vegna þess að mér fannst hún sérlega vel skrifuð; þriðja þar eð hugmyndin um hrif er mér ótrúlega hugleikin og þið megið eiga von á fleiru varðandi hrif á næstunni; sú fjórða vegna þess að hún er ein af mínum fyndnustu; og sú neðsta því mér tókst að fanga hugsunina á bak við hana býsna vel við skrifin.

Bókadómar

Ég þarf að vera duglegri í bókadómunum. Það er gaman að skrifa um það sem ég er að lesa og hugsa krítískt um texta. Þessir þrír fannst mér þó allra skemmtilegastir að skrifa og hugsa um. Sá efsti var sá viðamesti og tók mig alveg hálfan dag að skrifa upp; númer tvö því mér finnst Hilda skrifa svo óskaplega fallega og það var gaman að spreyta sig á að þýða ljóð hennar; og sú þriðja var mikilvægur dómur, sem ég varð að koma frá mér — svo mikil áhrif hafði hann Marx á mig.

Að lokum

Það hefur verið óskaplega gaman að skrifa hingað. Ég hlakka til að gera meira af því. Vonandi eruð þið, lesendur, spennt fyrir því sem 2017 ber í skauti sér. Það kemur grein inn von bráðar. Á meðan þið bíðið getið þið hlustað á þetta lag hér.

Takk fyrir að lesa, og endilega haldið því áfram. Gleðilegt nýtt ár!

Hinn sókratíski Elenkos

Hinn sókratíski Elenkos

Stutt hugleiðing að háskólaönn lokinni

Stutt hugleiðing að háskólaönn lokinni