Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Snjórinn féll á Hebron

Snjórinn féll á Hebron

Fyrir tilviljun keypti ég mér rafrænt eintak af bókinni Trilogy: The Walls Do Not Fall / Tribute to the Angels / The Flowering of the Rod eftir bandaríska ljóðskáldið Hilda Doolittle, sem hefur notast við höfundanafnið H.D. Bókin er í reynd þrjár ljóðabækur Doolittle í einni samfelldri útgáfu en þær eru allar skrifaðar á bilinu 1944-1946, meðan á seinni heimsstyrjöld stóð.

Doolittle lifði áhugaverðu lífi. Hún komst í kynni við Ezra Pound og D.H. Lawrence, en einnig gekkst hún undir sálgreiningarmeðferð hjá engum öðrum en sjálfum Sigmund Freud. Hún átti viðtalstíma með Freud árið 1933 vegna þess hve kvíðin hún var fyrir uppgangi Adolfs nokkurs Hitler, en henni fannst það óbærileg tilhugsun að heimurinn skipti sér í fylkingar vegna heimsstyrjaldar í annað sinnið í mannkynssögunni. 

Utan þess gerði hún tilraun til að skýra tvíkynhneigð sína gegnum kenningar sálgreiningarinnar. Um þetta skrifaði hún ófeimin, óskömmustuleg ljóð, bréf og ritgerðir. Þegar hún var „enduruppgötvuð” á sjöundu og áttundu áratugunum varð hún svo þess vegna einskonar íkon fyrir LGBT-aktívisma og femínisma.

Í heimsstríðinu fyrra hafði bróðir hennar glatast og eiginmaður hennar orðið fyrir þungri áfallastreitu eftir bardaga. Auk þess taldi hún að barn sitt hefði fæðst andvana eftir skellinn sem hún upplifði þegar hún frétti að farþegaskipinu RMS Lusitania hefði verið sökkt af Þjóðverjum. H.D. skrifaði æviminningarritið Writing On The Wall um sálgreininguna og allt henni viðkomandi samhliða þess sem hún reit Trilogy.

Ljóð Doolittle eru kynngimögnuð. Þau eru myndræn og litrík og fjalla að miklu leyti um goðsagnakennd viðfangsefni — fornegypska og gríska guði, kristna trú og náttúrufegurðina — og þessum efniviði beitir hún með afbrigðum vel án þess að nokkur tilfinning um goðsagnaklisjuna vakni upp með lesandanum. Mér fannst ég kynnast henni lítillega gegnum ljóðin hennar, og ég hef það á tilfinningunni að við hefðum orðið afbragðsgóðir vinir.

Ef mér leyfist, þótt hrokafullt megi virðast, hef ég þýtt mitt eftirlætisljóð úr þríleiknum, en það er númer 37 og upprunalega úr bókinni The Flowering of the Rod (1946);

 

[37]

 

Og er snjórinn féll á Hebron
blómstraði eyðimörkin líkt og hún hefur ávallt gert;

á einni nóttu brutust fram milljón milljóna lítilla grasstilka
og hver og einn þeirra blómstraði svo agnarsmátt,

þeir voru svo örlitlir, maður gat varla
séð þá fyrir sér eina og staka,

og þess vegna segja menn,
að snjórinn falli á eyðimörkina;

það hefur gerst áður,
það myndi gerast aftur.

Hátíðarbragur og hástafir

Hátíðarbragur og hástafir

Das Kapital Vol. 1 - Peningar, græðgi og Guð

Das Kapital Vol. 1 - Peningar, græðgi og Guð