Measure for Measure

Ritgerð um stærðfræðiheimspeki þýska heimspekingsins Immanuel Kant í samanburði við hugmyndir nútímastærðfræðinga og raunvísindamanna á við Einstein og Hilbert um eðli og iðkun stærðfræðinnar.

The Love of Wisdom and the Wisdom in Love

Ritgerð sem fjallar bæði um hugtak ástarinnar í Max Scheler en einnig um það hvernig heimspeki og ást tvinnast saman. Án ástarinnar getur heimspekin ekki orðið annað en andlaus sólipsismi; heimspekin, sem er ást viskunnar, byggist fyrst á visku ástarinnar.

Hugsunartilraun í "aesth-etík": Louis Wolfson og þýðingin

Hugleiðing um ritverk bandaríska rithöfundarins Louis Wolfson, sem var merkilegur fyrir þær sakir að hann skrifaði einvörðungu á frönsku—og gerði í því að þýða allt sem hann sá og heyrði á móðurmáli sínu, ensku, yfir á einskonar samkrullung úr frönsku, þýsku, hebresku og rússnesku.