Berlínskt frelsi og falskar meðvitundir

Öllum þjóðhagslegum og stéttartengdum hugsunaræfingum um frelsi sleppt, þá er góður vani að reyna að kafa dýpra í eigin hvatir, og greina eins hlutlægt og unnt er hversu annarlegar eða ákjósanlegar þær eru í raun. Það er fyrsta skrefið í átt að sjálfstæðara og frjálsara lífi.

Hinn sókratíski Elenkos

Hinn elenkíski stíll Sókratesar gengur þannig fyrir sig að viðmælendur heimspekingsins eru spurðir spjörunum úr, reyndir, með tilliti til þekkingar sinnar á einhverju tilteknu viðfangsefni. Þannig spyr Sókrates Evþyfró hvað guðrækni sé í raun og veru, og Krító hvað réttlæti sé.

Málsvörn gagnsleysisins

Lífið er stutt. Það er enginn tími til að eyða því í eitthvað laklegt, hálfkosta. Ekki velja eitthvað sem þú hefur ekki trú á til þess að uppfylla staðla sem annað fólk setur þér.