Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Föstudagsljóð I

Föstudagsljóð I

Ég hef ákveðið að taka upp þá hefð að birta eitt ljóð eftir mig í hverri viku, á hverjum föstudegi, og láta e.t.v. fallegt málverk eða ljósmynd fylgja með. Þetta verður það fyrsta í röðinni.

andaslitrur og dauðastríð

Hann Dauðinn sækir heim
í hinum ýmislegu myndum;

hvíti dauði
og svarti dauði,
varmadauði
og harmadauði,
valdauði
og aldauði,
litli dauði og stóri dauði og hetjudauði og fórnardauði —

en enginn er sá dauði
sem jafnast á við þann,
er ég týndi þér í drunga
og sjafninn af mér rann.

 

Málverkið í aðalmyndinni heitir „Skýjaborgir“ og er eftir Jóhannes Kjarval

Berlínskt frelsi og falskar meðvitundir

Berlínskt frelsi og falskar meðvitundir

Hinn sókratíski Elenkos

Hinn sókratíski Elenkos