Værð

Minningar mínar munu alltaf veita mér friðsæld og innri ró þegar fólkið í kringum mig hefur allt á hornum sér eða þegar kvíðinn er við það að taka öll völd í hjarta mér. Sérstaklega hugsa ég þá til vatnsmyllunnar, bænakallsins, strandarinnar.

Síðustu dagar Sigmundar

Sigmundur Davíð og Sókrates eiga ítarlega og upplýsandi samræðu um almenningsálitið, hið góða líf og sjálfa viskuna. Jóhannes Þór hefur áhyggjur af tattoo-listakonu.

Veganismi, vélmenni og siðferði

Ekkert er svarthvítt þegar kemur að umræðunni um siðferði. Raunin er sú að siðferði er þessi undarlegi, huglægi, persónulega ópersónulegi stigull. Samfélagslegt gildisróf, sem er bæði bundið stöðlum og persónulegum gildum.

Verkfæri

Mörgum finnst sem textinn brjóti sér leið út úr höfði listamannsins sjálfs - eins og sögumanni Clarice Lispector í bókinni Hour of the Star sem ég skrifa hér bókadóm um á sömu síðu - meðan aðrir verja miklum tíma í að skipuleggja orð sín og atburðarás í þaula eins og um tónlistarhátíð eða víðfeðma ráðstefnu sé að ræða.

Varðandi Marvin Minsky

Hann var heimspekingur jafnt sem vísindamaður og hefur verið kallaður einn af stofnfeðrum gervigreindarinnar. Hann stofnaði ásamt öðrum gervigreindartilraunastofu MIT-háskóla og skrifaði bækur um heimspeki og gervigreind.

Stjórnmál og internetið

Ég vil geta notað tilvitnanir í Rosa Luxembourg eða Lenín eins og mér sýnist án þess að vera gagnrýndur fyrir að hafa notað orð þessarar tilteknu manneskju. 

Spennan milli lýðræðis og fasisma

Ef vélin gengur smurt fyrir sig þá gengur hún smurt fyrir sig og óþarft er að laga það sem virkar. Vélin er samt ekki fullkomin - hún hikstar stundum. Og þegar ég segi hikstar meina ég „framkallar einræðisherra sem myrða milljónir í ‘hreinsunar’krossferð gegn öllu sem lýðræðinu er kært”.

Um tíma og lestur

Fyrir mér er lestur eins konar keppni. Góðlátleg keppni, en mikilvæg þó. Ég skora á mig að lesa ákveðið margar bækur á ákveðnu tímabili og geri mitt allra besta að standa við þá áskorun.

Úlfar og deyjandi sólir

Wolfe tilheyrir ekki þeim hópi höfunda sem skýrir allt samhliða því sem hann kynnir það til leiks. Maður verður að draga ályktanir út frá textanum, sem er alltaf jafn skemmtileg áskorun - minnir mig alltaf á Rajaniemi.

Bókasafnið í Babýlon

Í Babýlon gerðust mennirnir svo djarfir að reyna að byggja turn alla leið upp til himnaríkis. Guði þóknaðist þessi áætlun helst til illa, svo að til þess að refsa mönnunum tvístraði hann þeim á óafturkræfan máta - með sköpun tungumálanna.