Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Ljóð og heimspeki

Ljóð og heimspeki

Ljóð og heimspeki

Eftir Eydísi Blöndal

Málverkið í haus heitir Van Gogh Painting Sunflowers og er eftir Paul Gauguin frá árinu 1888.


Tungumál.


Tungumál er ekki bara orðin sem við notum. 
Það er hvað við segjum, hvernig, hvenær, hvers vegna. 
Hrynjandin, meiningin, tónninn.
Stemmingin, menningin, sagan.
Samfélagið, samhengið
og við.

Svona til dæmis.

Orð.

Orð eru eitt. En þau eru ekki allt. Orð eru málning en ekki málverk. 

Dags daglega vel ég orðin mín í (því sem virðist vera) fljótfærni og upplifi sem svo að orð séu bara orð og þau segi það sem ég meini og að það sem ég meini sé auðskilið. 

En það er margt sem býr að baki. 

Orð segja frá. Segja frá tilfinningum, hugmyndum. En tilfinningar og hugmyndir eru fljótandi, ólíkar, persónubundnar. Takmarkalaus. En orð eru endanlega mörg. Því er ómögulegt að finna orð yfir óendanlega margar tilfinningar eða óendanlega margar hugmyndir. 

Ég legg af stað í ferðalag, frá tilfinningum og hugmyndum, og áætlaður áfangastaður er orð. En þegar ég vil segja frá tilfinningu eða hugmynd sem fá orð hafa verið sögð um áður er 
gatan einstefnugata
úti er snjóbylur og ófært yfir heiðina
burðarbiti brúarinnar hefur brostið þegar ég kem að henni 
og ég er 
orðlaus.

Orðin sem ég þarf eru ekki til, svo ég róta í skottinu og bý mig nýjum vopnum.

Ljóð.

Hvað eru ljóð annað en orð? 

„Urð og grjót, upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. Skríða kletta. Velta niður. Vera að detta. Hrufla sig á hverjum steini. Halda, að sárið nái beini. Finna, hvernig hjartað berst, holdið merst og tungan skerst.“

 samanborið við:

„Ég fór í fjallgöngu um helgina og það var svona andskoti erfitt. Ég fékk blöðru á ilina og skrámur á sköflunginn.“

Ljóð er vissulega orð, en það er óneitanlega eitthvað sem sker á milli ljóðs og annara setninga.

Orð eru málning og ljóð eru málverk. 

Ljóðin segja miklu meira en orðin sem þau samanstanda úr. Þau veita mér innsýn, og samhengi orðanna, hrynjandans og húmorsins lyfta mér upp og fleyta mér yfir hindranirnar sem ég mæti. Ég vel mér orð, en ég vel þau af kostgæfni og það er þetta samhengi sem kemur mér þangað sem ég ætla mér að fara. Tilfinningin sem samhengið vekur innra með öðrum, hugmyndirnar sem kvikna út frá ljóðinu, þær fást ekki með einföldum orðaskiptum. Þegar ég ætla að segja frá hugmynd eða tilfinningu sem hafa sjaldan verið ræddar áður, þá gríp ég til ljóðlistarinnar til að draga upp skilaboðin og koma skilningnum til skila. 

Platon, skáldskaparlistin og tilfinningaþroski

Platon, skáldskaparlistin og tilfinningaþroski

Bönd ástarinnar — heimspeki Harriet Taylor Mill

Bönd ástarinnar — heimspeki Harriet Taylor Mill