Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Tilkynning: Sýsifos tekur við greinum

Tilkynning: Sýsifos tekur við greinum

Kæru lesendur! Viljið þið gerast meira en bara lesendur? Sýsifos tekur nú við innsendu efni — ritgerðum, greinum, pistlum, smásögum, ljóðum — hverju því sem viðkemur heimspeki, ritlist eða stjórnmálum (og öðru sömuleiðis, eftir atvikum og hentisemi). Sýsifos getur þess að auki tekið að sér ritstjórn og yfirferðir á efninu sem sent er inn, ef óskað er eftir því — að kostnaðarlausu, að sjálfsögðu. Við erum bara að þessu upp á gamanið, og fyrir ástina, fyrir menninguna. Ekki hika við að senda línu á Facebook-síðu Sýsifosar ef þið lumið á einhverjum texta eða hafið hugmynd sem þið viljið rannsaka nánar. Bestu kveðjur!

P.S.: Málverkið í haus er efninu óviðkomandi.

Bönd ástarinnar — heimspeki Harriet Taylor Mill

Bönd ástarinnar — heimspeki Harriet Taylor Mill