Sýsifos flettir og flettir blaðsíðum bóka sinna, en þær virðast engan endi ætla að taka. Óþarft er að ímynda sér að Sýsifos sé hamingjusamur - því með góða bók í hönd er hann það óhjákvæmilega.

Úlfar og deyjandi sólir

Úlfar og deyjandi sólir

Ég er að lesa The Book of the New Sun eftir Gene Wolfe. Hún er vísindafantasía - eins konar bastarður - og er yndisleg. Hún samanstendur af fjórum köflum, nokkuð eins og Lord of the Rings, og ég er kominn að byrjun fjórðu bókar. 

Ég elska hugmyndirnar sem höfundur lætur gossa - ég er hugfanginn. Orðaforði Wolfe er líka með yfirburðum góður, og hann kynnir nýjar persónur til leiks í næstum hverjum einasta kafla, hver annarri eftirminnilegri. 

Ég hef heyrt að maður eigi að klára að lesa BOTNS og byrja svo strax aftur á henni, til þess að fá betri yfirsýn yfir vegferð meginpersónunnar upp að síðustu blaðsíðunni. Það hljómar eins og sannleikur fyrir mér, þótt ég sé ekki búinn með fjórðu bók. 

Þetta held ég þar eð Wolfe tilheyrir ekki þeim hópi höfunda sem skýrir allt samhliða því sem hann kynnir það til leiks. Maður verður að draga ályktanir út frá textanum, sem er alltaf jafn skemmtileg áskorun - minnir mig alltaf á Rajaniemi.

Ég get ekki beðið eftir að klára þá fjórðu, og deila með ykkur hér hvernig mér fannst heildin vera. 

Bkv.

Um tíma og lestur

Um tíma og lestur

Bókasafnið í Babýlon

Bókasafnið í Babýlon